Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
   mið 19. nóvember 2025 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kvennalandsliðið kemur ekki saman í komandi glugga
Kvenaboltinn
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Eftir næstu helgi hefst landsleikjagluggi hjá flestum kvennalandsliðum heims, en engir landsleikir eru hjá íslenska liðinu. Frá þessu var greint í síðasta mánuði og sagði Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, að það væri vegna sparnaðar.

„Þetta er náttúrulega ömurlegt en við erum ekkert undanskilin því sem er að gerast í þjóðfélaginu," sagði Eysteinn m.a. við Vísi.

Þar sem liðið spilar enga leiki hefur KSÍ ekki rétt á því að kalla leikmenn saman, það verður því ekkert landsliðsverkefni í komandi glugga.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net var skoðað að halda æfingar fyrir leikmenn sem spila hér heima á Íslandi en ákveðið var að gera það ekki. Mörg félög hér heima eru að hefja æfingar eða munu gera það á næstu dögum.

Næsta verkefni hjá kvennalandsliðinu hefst í lok febrúar og spilar liðið gegn Spáni og Englandi á útivelli í byrjun mars. Þeir leikir eru liðir í undankeppni HM og er Úkraína fjórða liðið í riðlinum. Andstæðingarnir ná að nýta komandi landsleikjaglugga, en ekki íslenska liðið.

Spænska landsliðið á leiki í komandi glugga, liðið spilar í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar gegn Þýskalandi. Úkraína á vináttuleiki gegn Skotlandi og Austurríki og England spilar vináttuleiki gegn Kína og Gana.
Athugasemdir
banner