Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 20. janúar 2021 20:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Af hverju fékk fyrra mark Man City að standa?
Tyrone Mings ræðir við Jon Moss, dómara.
Tyrone Mings ræðir við Jon Moss, dómara.
Mynd: Getty Images
Manchester City hafði betur gegn Aston Villa í mjög fjörugum leik í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Þetta var þolinmæðisverk fyrir Man City sem tókst ekki að brjóta ísinn fyrr en á 79. mínútu, um það leyti þegar það var farið líta út fyrir að allur sóknarþungi þeirra myndi ekki bera árangur.

Bernardo Silva skoraði þá eftir að Rodri vann boltann af Tyrone Mings, varnarmanni Aston Villa.

Emiliano Martinez átti nokkuð misheppnað útspark og Silva vann boltann fyrir City. Portúgalinn skallaði hann áfram og fór boltinn til Mings sem 'kassaði' hann niður. Það misheppnaðist hjá honum og vann Rodri boltann. Rodri var rangstæður þegar liðsfélagi hans, Silva, skallaði hann áfram.

Það var hins vegar ekki dæmd rangstaða því að nýtt atriði í leiknum hafi hafist um leið og Mings hafi spilað boltanum.

Það eru ekki allir sammála þessum dómi en dómararnir á vellinum og VAR voru sammála um að leyfa markið sem má sjá hérna.


Athugasemdir
banner
banner
banner