Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   mán 20. janúar 2025 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Berglind Rós búin að skrifa undir hjá Val
Berglind bar fyrirliðabandið hjá Val á síðasta tímabili.
Berglind bar fyrirliðabandið hjá Val á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Rós Ágústsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við bikarmeistara Vals en fyrri samningur hennar var útrunninn.

Landsliðskonan er nú samningsbundin Val út tímabilið 2026.

Berglind Rós er uppalin hjá Val og gekk aftur í raðir félagsins fyrir tímabilið 2023 og varð Íslandsmeistari með liðinu á því tímabili og bikarmeistari síðasta sumar.

Hún fór frá Val fyrir tímabilið 2017 og lék með Fylki næstu árin. Hún hélt svo út í atvinnumennsku fyrir tímabilið 2021 og lék fyrst með Örebro í Svíþjóð og svo Sporting de Huelva á Spáni áður en hún sneri heim til Íslands og samdi við Val.

Berglind Rós er miðjumaður sem á að baki 15 A-landsleiki og eitt landsliðsmark. Á síðasta tímabili skoraði hún fjögur mörk í 22 deildarleikjum, eitt mark í fjórum bikarleikjum og eitt mark í tveimur leikjum í Meistaradeildinni.
Athugasemdir
banner
banner