Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 20. febrúar 2024 20:48
Brynjar Ingi Erluson
Valur fær efnilegasta leikmann Hauka (Staðfest)
Ragnheiður Þórunn er mætt á Hlíðarenda
Ragnheiður Þórunn er mætt á Hlíðarenda
Mynd: Valur
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir skrifaði í dag undir fjögurra ára samning við Íslandsmeistara Vals, en hún kemur til félagsins frá Haukum.

Ragnheiður er fædd árið 2007 og er talin með allra efnilegustu fótboltakonum landsins.

Hún skoraði 13 mörk í 17 leikjum með Haukum í 2. deildinni á síðasta tímabili og var grátlega nálægt því að koma liðinu upp um deild, en það hafnaði í 3. sæti, stigi frá sæti í Lengjudeild.

Hún hefur samtals spilað 31 keppnisleik með Haukum og skorað 17 mörk þessi tvö ár sem hún hefur verið í meistaraflokki, en þar að auki hefur hún spilað 22 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og gert fjögur mörk.

Ragnheiður er nú gengin í raðir Vals frá Haukum, en samningur hennar er til næstu fjögurra ára.

„Það eru frábærar fréttir fyrir okkur að Ragnheiður Þórunn telji að rétti vettvangurinn til þess að efla sig sem leikmann sé hjá okkur í Val. Miðað við þann áhuga sem lið bæði hérlendis og erlendis hafa sýnt henni er það mikill heiður fyrir félagið að fá hana til okkar.“

„Metnaðurinn í kvennafótboltanum hjá Val er mikill og það er spennandi tímabil handan við hornið þar sem við tökum m.a. þátt í Evrópukeppni. Við höfum verið að styrkja hópinn hjá okkur jafnt og þétt og Ragnheiður Þórunn smellpassar inn í það sem við erum að gera. Við erum afskaplega ánægð með að fá hana til okkar og sjá hana vaxa enn frekar sem leikmann í búningi Vals,“
sagði Styrmir Þór Bragason varaformaður knattspyrnudeildar Vals.
Athugasemdir
banner
banner
banner