Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
   fim 20. febrúar 2025 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Arnór Smára hættir óvænt sem yfirmaður fótboltamála hjá Val (Staðfest)
Mynd: Valur
Arnór Smárason er hættur sem yfirmaður fótboltamála hjá Val eftir að hafa tekið ákvörðun ásamt fjölskyldu sinni að flytja aftur út til Svíþjóðar.

Arnór var ráðinn til Vals í desember en getur ekki sinnt starfinu áfram í upprunalegri mynd.

„„Fjölskyldan hefur tekið ákvörðun um að flytja til Svíþjóðar en konan mín er sænsk. Ég mun því ekki geta sinnt því mikilvæga og krefjandi starfi sem það er að vera yfirmaður fótboltamála hjá félagi eins og Val. Ég er þakklátur fyrir tækifærið en mun vera stjórninni áfram innan handar í afmörkuðu verkefni," segir Arnór.

Arnór mun starfa sem tæknilegur ráðgjafi hjá Val og vinna við innleiðingu á nýrri stefnu í samvinnu við sænska ráðgjafafyrirtækið GoalUnit.
Athugasemdir
banner
banner
banner