Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
   fim 20. febrúar 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Átta leikmenn á förum frá Man City í sumar
Kevin de Bruyne er mögulega að spila sitt síðasta tímabil með Man City.
Kevin de Bruyne er mögulega að spila sitt síðasta tímabil með Man City.
Mynd: EPA
Það verða líklega miklar breytingar hjá Manchester City næsta sumar. Þetta tímabil hefur verið erfitt og gefið sterkar vísbendingar um að breytingar séu væntanlegar.

Man City féll úr Meistaradeildinni í gær og eini möguleiki liðsins á titli á þessari leiktíð er FA-bikarinn.

Daily Star nefnir átta leikmenn sem búist er við því að muni yfirgefa félagið í sumar.

Þar á meðal er Kevin de Bruyne, sem var besti miðjumaður ensku úrvalsdeildarinnar í mörg ár.

Aðrir sem eru nefndir eru Bernardo Silva, John Stones, Mateo Kovacic, Ilkay Gundogan, Ederson og Jack Grealish.

City hóf endurbyggingu leikmannahóp síns með því að kaupa nokkra yngri leikmenn og það mun halda áfram í sumar. Það er allavega hægt að gera ráð fyrir því.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner