Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
   fim 20. febrúar 2025 22:04
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Orri Steinn skoraði í stórsigri - Framlengt í Amsterdam
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Tveimur leikjum var að ljúka í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar, þar sem Orri Steinn Óskarsson kom inn af bekknum og skoraði í stórsigri hjá Real Sociedad gegn tíu leikmönnum Midtjylland.

Orri Steinn kom inn af bekknum á 83. mínútu, í stöðunni 4-2, og skoraði með góðu skoti á 90. mínútu, eftir sendingu frá Arsen Zakharyan.

Sociedad vann leikinn 5-2 en Elías Rafn Ólafsson sat á bekknum hjá Midtjylland. Jonas Lössl var á milli stanganna.

Viktoria Plzen er þá komið áfram í næstu umferð eftir 3-0 sigur gegn Ferencvaros.

Ajax og Royale Union Saint-Gilloise eru þá farin í framlengingu eftir frábæra frammistöðu gestanna frá Belgíu í Amsterdam í kvöld.

Ajax sigraði fyrri leikinn 0-2 á útivelli en Royale SG komst í tveggja marka forystu í kvöld þar sem Davy Klaassen fékk beint rautt spjald fyrir hendi innan vítateigs.

Tíu leikmönnum Ajax tókst að halda út þrátt fyrir að gestirnir hafi skapað sér urmul færa. Nú heldur veislan áfram í framlengingu.

Að lokum er lítið eftir af venjulegum leiktíma í viðureign Anderlecht

Real Sociedad 5 - 2 Midtjylland (7-3 samanlagt)
1-0 Brais Mendez ('5 )
2-0 Luka Sucic ('18 )
2-1 Adam Buksa ('24 , víti)
2-2 Dario Osorio ('38 )
3-2 Luka Sucic ('45 )
4-2 Mikel Oyarzabal ('73 , víti)
5-2 Orri Steinn Óskarsson ('90)
Rautt spjald: Daniel Silva, Midtjylland ('70)

Plzen 3 - 0 Ferencvaros (3-1 samanlagt)
1-0 Rafiu Durosinmi ('27 )
2-0 Pavel Sulc ('35 )
3-0 Rafiu Durosinmi ('39 )

Ajax 0 - 2 St. Gilloise (2-2 samanlagt)
0-1 Kevin Mac Allister ('16 )
0-2 Emmanuel Promise ('28 , víti)
Rautt spjald: Davy Klaassen, Ajax ('25)

Anderlecht 2 - 2 Fenerbahce (2-5 samanlagt)
0-1 Youssef En-Nesyri ('4 )
1-1 Luis Vasquez ('19 )
2-1 Luis Vasquez ('55 )
2-2 Yusuf Akcicek ('63 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner