Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
banner
   fim 20. febrúar 2025 19:47
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Porto og Galatasaray úr leik - Ótrúleg dramatík í Noregi
Mynd: Roma
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Þremur fyrstu leikjum kvöldsins er lokið í Evrópudeildinni þar sem FC Porto, Galatasaray og PAOK voru slegin úr leik.

Porto heimsótti AS Roma til Ítalíu eftir jafntefli í fyrri leik liðanna. Samu Omorodion tók forystuna fyrir gestina frá Porto en Paulo Dybala sneri stöðunni við með tvennu á fjögurra mínútna kafla.

Staðan var 2-1 í leikhlé og fékk Stephen Eustaquio að líta beint rautt spjald í upphafi síðari hálfleik. Tíu leikmenn Porto höfðu því ansi erfitt verkefni fyrir höndum en stóðu sig þó vel miðað við aðstæður. Þeim tókst ekki að knýja leikinn í framlengingu en bæði lið áttu eftir að skora svo lokatölur urðu 3-2 í Róm.

Stjörnum prýtt lið Galatasaray tók á móti AZ Alkmaar eftir að hafa tapað fyrri leiknum 4-1 og réði heldur ekki við Hollendingana þegar komið var til Tyrklands.

AZ var talsvert sterkari aðilinn í kvöld og urðu lokatölur 2-2 þar sem Victor Osimhen og Roland Sallai skoruðu mörk heimamanna. Davinson Sanchez, Lucas Torreira og Gabriel Sara voru einnig meðal byrjunarliðsmanna í liði Galatasaray.

Steaua Bucharest sló svo sterka andstæðinga frá Grikklandi úr leik. Rúmenarnir unnu 2-0 á heimavelli eftir að hafa sigrað fyrri viðureignina á útivelli.

Að lokum tók Bodö/Glimt á móti FC Twente og voru lokamínútur venjulegs leiktíma hreint út sagt ótrúlegar.

Twente hafði unnið fyrri leikinn á heimavelli 2-1 virtist vera á góðri leið með að komast áfram í næstu umferð þar til Norðmennirnir skoruðu tvö mörk í uppbótartíma venjulegs leiktíma í kvöld.

Allt í einu héldu heimamenn í Bodö að þeir væru að komast í 16-liða úrslitin en gestirnir gáfust ekki upp. Þeir skoruðu sjálfir mark skömmu síðar til að jafna heildarstöðuna og fara með leikinn í framlengingu.

Framlengingin er í gangi þessa stundina.

Roma 3 - 2 Porto (4-3 samanlagt)
0-1 Samu Omorodion ('27 )
1-1 Paulo Dybala ('35 )
2-1 Paulo Dybala ('39 )
3-1 Niccolo Pisilli ('83 )
3-2 Devyne Rensch, sjálfsmark ('96)
Rautt spjald: Stephen Eustaquio ('51)

Galatasaray 2 - 2 AZ (3-6 samanlagt)
0-1 Seiya Maikuma ('42 )
0-2 Denso Kasius ('55 )
1-2 Victor Osimhen ('56 )
2-2 Roland Sallai ('70 )

Steaua 2 - 0 PAOK (4-1 samanlagt)
1-0 Juri Cisotti ('30 )
2-0 David Miculescu ('81 )

Bodo-Glimt 3 - 2 Twente (4-4 samanlagt)
0-1 Fredrik Sjovold ('26 , sjálfsmark)
1-1 Kasper Hogh ('56 , víti)
2-1 Brice Wembangomo ('92 )
3-1 Mees Hilgers ('94 , sjálfsmark)
3-2 Sem Steijn ('96 )
Athugasemdir
banner
banner
banner