Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
   fim 20. febrúar 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hiti hjá AC Milan - Verður stjórinn strax látinn fara?
Sergio Conceicao.
Sergio Conceicao.
Mynd: EPA
AC Milan féll úr leik í Meistaradeildinni gegn Feyenoord á dögunum. Það er óhætt að segja að ekki sé mikil gleði með þetta hjá ítalska stórveldinu.

Í dag er rituð grein inn á ítalska vefmiðilinn Repubblica þar sem fjallað er um það að félagið ætli í allsherjar breytingar í sumar.

Félagið ætlar að ráða inn nýjan yfirmann fótboltamála og þá er spurning hvort Sergio Conceicao, sem var ráðinn stjóri liðsins í lok desember síðastliðnum, endist fram að næsta tímabili.

Conceicao hefur lent upp á kant við leikmenn eins og Christian Pulisic og Youssouf Fofana sem munu hugsa um framtíð sína ef portúgalski stjórinn verður áfram.

Conceicao verður látinn fara ef AC Milan endar ekki í Meistaradeildarsæti í lok leiktíðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner