Luis Rubiales, fyrrum forseti spænska fótboltasambandsins, var í dag sakfelldur fyrir kynferðisofbeldi í garð spænsku fótboltakonunnar Jenni Hermoso.
Var honum gert að greiða rúmlega 10 þúsund evra sekt og verður hann að halda sig í 200 metra fjarlægð frá Hermoso næsta árið.
Var honum gert að greiða rúmlega 10 þúsund evra sekt og verður hann að halda sig í 200 metra fjarlægð frá Hermoso næsta árið.
Rubiales kyssti Hermoso á munninn eftir úrslitaleik HM sumarið 2023. Í verðlaunaafhendingu eftir leikinn, þar sem Spánn tryggði sér heimsmeistaratitilinn, smellti Rubiales kossi á munn Hermoso, leikmanns spænska liðsins.
Hermoso var ekki sátt með kossinn og úr varð mikið fjölmiðlafár. Rubiales var að lokum neyddur til að segja af sér sem forseti spænska sambandsins.
Hermoso segist aldrei hafa gefið leyfi fyrir kossinum og segir að þetta atvik hafi sett svartan blett á einn mesta gleðidag lífs síns.
Athugasemdir