Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 20. mars 2021 21:51
Victor Pálsson
Spánn: Markvörður Sevilla jafnaði metin í blálokin
Bono!
Bono!
Mynd: Getty Images
Sevilla var hársbreidd frá því að tapa óvænt í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti Real Valladolid.

Sevilla er í fjórða sæti deildarinnar sem gefur Meistaradeildarsæti og eftir jafntefli í kvöld er liðið tíu stigum á undan Real Sociedad í fimmta sæti.

Fabian Orellana kom Valladolid yfir úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik í dag og leit lengi út fyrir að það mark myndi duga.

Það dró þó til tíðinda á 95. mínútu í uppbótartíma er markvörðurinn Bono jafnaði metin fyrir Sevilla!

Bono fékk leyfi til að taka þátt í síðustu hornspyrnu leiksins og viti menn, hann jafnaði metin til að tryggja stig. Myndband af markinu verður birt síðar í kvöld.

Fyrr í dag áttust við Huesca og Osasuna en þeim leik lauk með markalausu jafntefli. Huesca er enn á botninum með 21 stig, þremur stigum frá öruggu sæti.

Þess má geta að Diego Jóhannesson var ónotaður varamaður hjá Real Oviedo sem gerði markalaust jafntefli við Mallorca í B-deildinni.

Valladolid 1 - 1 Sevilla
1-0 Fabian Orellana ('44 , víti)?
1-1 Bono('95)

Huesca 0 - 0 Osasuna

Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 32 25 6 1 70 22 +48 81
2 Barcelona 32 21 7 4 64 37 +27 70
3 Girona 32 21 5 6 67 40 +27 68
4 Atletico Madrid 32 19 4 9 59 38 +21 61
5 Athletic 32 16 10 6 52 30 +22 58
6 Real Sociedad 32 13 12 7 46 34 +12 51
7 Betis 32 12 12 8 40 38 +2 48
8 Valencia 32 13 8 11 35 34 +1 47
9 Villarreal 32 11 9 12 51 55 -4 42
10 Getafe 32 9 13 10 38 44 -6 40
11 Osasuna 32 11 6 15 37 46 -9 39
12 Sevilla 32 9 10 13 41 45 -4 37
13 Las Palmas 32 10 7 15 30 39 -9 37
14 Alaves 32 9 8 15 28 38 -10 35
15 Vallecano 32 7 13 12 27 39 -12 34
16 Mallorca 32 6 13 13 26 38 -12 31
17 Celta 32 7 10 15 37 47 -10 31
18 Cadiz 32 4 13 15 22 45 -23 25
19 Granada CF 32 3 9 20 33 61 -28 18
20 Almeria 32 1 11 20 31 64 -33 14
Athugasemdir
banner
banner