
Allir leikmenn íslenska landsliðsins tóku þátt í æfingu á keppnisvellinum í Búdapest í dag. Allavega þann stundarfjórðung sem fjölmiðlar fengu að fylgjast með.
Þar á meðal Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliði sem ekki æfði í gær og Albert Guðmundsson sem mun spila á morgun þrátt fyrir að mál hans hafi verið tekið upp að nýju.
Þar á meðal Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliði sem ekki æfði í gær og Albert Guðmundsson sem mun spila á morgun þrátt fyrir að mál hans hafi verið tekið upp að nýju.
Ísland mætir Ísrael annað kvöld og voru skilaboð um frið, Peace, á skjám vallarins meðan æfingin fór fram.
Leikvangurinn er heimavöllur ungverska liðsins Újpest og tekur um þrettán þúsund áhorfendur.
Leikurinn á morgun er mikilvægasti leikur íslenska landsliðsins frá 2020 en sigurvegarinn leikur úrslitaleik við Úkraínu eða Bosníu um sæti á EM.
Athugasemdir