Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   mán 20. apríl 2020 12:07
Elvar Geir Magnússon
Íslendingafélagið Lokeren lýsir yfir gjaldþroti
Alfreð Finnbogason lék fyrir Lokeren 2011-12.
Alfreð Finnbogason lék fyrir Lokeren 2011-12.
Mynd: Kristján Bernburg
Belgíska félagið Sporting Lokeren hefur lýst yfir gjaldþroti. Margir Íslendingar hafa spilað með Lokeren í gegnum árin.

Þar á meðal er Rúnar Kristinsson sem lék með liðinu 2007 og var svo þjálfari þess 2016-17. Arnar Þór Viðarsson hefur einnig leikið með Lokeren og þjálfað liðið.

Arn­ór Guðjohnsen lék með liðinu á blómaskeiði þess en síðasti Íslendingur til að klæðast búningi Lokeren var Ari Freyr Skúlason sem var hjá liðinu 2016-2019.

Mörg félög í Belgíu eru í miklum fjárhagsvandamálum eftir kórónaveirufaraldurinn.

Lokeren féll úr efstu deild á síðasta tímabili og skuldar félagið 5 milljónir evra samkvæmt belgískum fjölmiðlum.

Félagið hefur ekki greitt laun til starfsmanna og leikmanna.

Keppni í Belgíu var hætt eftir heimsfaraldurinn og Club Brugge gerður að sigurvegara.

Lokeren er annað evrópska félagið sem hefur lýst yfir gjaldþroti eftir heimsfaraldurinn. MSK Zilina í Slóvakíu varð gjaldþrota í lok mars.
Athugasemdir
banner
banner