Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 20. maí 2019 09:17
Elvar Geir Magnússon
„Vantaði kjark og þor í þjálfara Breiðabliks"
Ágúst Gylfason.
Ágúst Gylfason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Enn og aftur eru Blikar að klikka á stóra prófinu og ef liðið ætlar sér ekki að sækja til sigurs í öllum leikjum geta þeir gleymt því að hampa Íslandsmeistaratitlinum í vor," skrifar Bjarni Helgason, blaðamaður Morgunblaðsins.

Breiðablik tapaði á heimavelli sínum 0-1 gegn ÍA í Pepsi Max-deildinni í gær.

Bjarni gagnrýnir þjálfara Breiðabliks, Ágúst Gylfason, og hans aðstoðarmenn.

„Skagamenn voru sterkari aðilinn í leiknum, þeir fengu betri færi, og var sigurinn því sanngjarn þegar upp var staðið. Þeir gerðu mjög vel í að ýta Blikunum út úr eigin þægindaramma og Blikar áttu í raun engin svör við afar skipulögðum varnarleik Skagamanna."

„Blikar voru meira með boltann í gær en það er eini tölfræðiþátturinn sem þeir geta tekið með sér út úr leiknum. Þeir voru einfaldlega undir á öllum sviðum leiksins og sóknarleikur liðsins var lítill sem enginn. Liðið skapaði sér ekki opið marktækifæri allan leikinn og það vantaði einfaldlega kjark og þor í þjálfarateymi liðsins til að taka áhættu og sækja til sigurs á eigin heimavelli í gær. Það var eins og Blikar væru sáttir með stigið eftir 80. mínútna leik og þeir fengu það heldur betur í andlitið," skrifar Bjarni Helgason.

ÍA er á toppi Pepsi Max-deildarinnar, án ósigurs eftir fimm leiki. Breiðablik er þremur stigum á eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner