Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 20. maí 2021 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir gærkvöldsins: Phillips og Pepe bestir
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Nathaniel Phillips var besti maður vallarins er Liverpool lagði Burnley að velli í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Phillips skoraði annað mark leiksins í 0-3 sigri með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá Sadio Mane. Hann var frábær í vörninni þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Burnley til að sækja í gegnum miðsvæðið.

Phillips fær 8 í einkunn frá Sky Sports, eins og liðsfélagi sinn Roberto Firmino sem skoraði fyrsta mark leiksins.

Jóhann Berg Guðmundsson var meðal bestu leikmanna Burnley þrátt fyrir tapið og fær hann 7 í einkunn. Will Norris spilaði sinn fyrsta úrvalsdeildarleik en þótti ekki standa sig sérlega vel.

Hann og Matej Vydra, sem kom inn af bekknum, þóttu slökustu leikmenn vallarins og hlutu 5 í einkunn.

Burnley: Norris (5), Lowton (6), Tarkowski (7), Mee (7), Taylor (6), Brownhill (6), Cork (6), Gudmundsson (7), Westwood (7), McNeil (6), Wood (6).
Varamaður: Vydra (5)

Liverpool: Alisson (7), Alexander-Arnold (7), Phillips (8), Williams (6), Robertson (7), Thiago (7), Fabinho (6), Wijnaldum (6), Salah (7), Firmino (8), Mane (7).
Varamaður: Oxlade-Chamberlain (7)



Nicolas Pepe var þá maður leiksins er Arsenal lagði Crystal Palace að velli með tveimur mörkum í uppbótartíma.

Pepe kom Arsenal yfir í fyrri hálfleik en Palace jafnaði eftir leikhlé og var staðan jöfn þar til í uppbótartíma. Gabriel Martinelli skoraði þá eftir stoðsendingu frá Martin Ödegaard en þeir fá báðir aðeins 6 í einkunn fyrir sinn þátt eftir að hafa komið inn af bekknum.

Pepe er eini leikmaður vallarins sem fékk 8 í einkunn en flestir fengu 7 fyrir sinn þátt. Enginn skúrkur í London og var lægsta einkunn 6.

Einkunnagjöf fyrir viðureign West Brom og West Ham er ekki til staðar.

Crystal Palace: Guaita (6), Ward (7), Kouyate (7), Cahill (7), Mitchell (6), Tomkins (6), McCarthy (7), Schlupp (6), Townsend (7), Benteke (7), Zaha (7).
Varamaður: Ayew (6)

Arsenal: Leno (7), Holding (7), Chambers (7), Gabriel (7), Saka (6), Elneny (6), Partey (6), Tierney (7), Pepe (8), Smith Rowe (7), Auabmeyang (6).
Varamenn: Ödegaard (6), Xhaka (6), Martinelli (6).
Athugasemdir
banner
banner
banner