Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
Björgvin Karl: Áttum í rauninni ekkert skilið
Arna um fyrsta markið: Átti alltaf að vera sending
   lau 20. júní 2020 19:56
Anton Freyr Jónsson
Jói Guðlaugs: Fannst þetta bara vera baráttusigur og það er það sem við þurftum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Guðlaugsson þjálfari ÍR var ánægður eftir 1-0 sigur á nýliðunum í KF í frekar bragðdaufum leik í Breiðholtinu í dag.

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  0 KF

„Já ég get alveg tekið undir það, þetta var kannski ekki besti fótboltinn en við vissum það að við þurftum að hafa fyrir þessu, fórum bara í leikinn þannig að við vildum svolítið járna okkur í leikinn og það kannski kom niður á gæðunum, við reynum svolítið í fyrri hálfleik , reynum að fara í okkar spil en náum aldrei taktinum í þeim færslum sem við viljum fara í, en mér fannst þetta bara vera baráttusigur og það er það sem við þurftum."

Viktor Örn Guðmundsson skoraði eina mark leiksins og var það í dýrari gerðinni.

„Það er gríðarlega mikilvægt að fá Viktor í gang og hann sé að skora, það verður að taka það inn í að það eru ekkert rosalega margir undirbúningsleikir og menn eru kannski ekkert rosalega ferskir eða flæði komið í sóknarleikinn, það er mjög gott að fá leikmann eins og Viktor í gang og hann skoraði glæsilegt mark í dag og ég er virkilega ánægður." sagði Jói um Viktor Örn Guðmundsson.

Aðspurður var spurður út í markmið liðsins í sumar en liðinu er spáð um miðja deild.

„Eina sem ég vill segja um það að við viljum klárlega vera ofar en okkur er spáð, en mér finnst ekkert óeðlilegt að okkur sé spáð þarna. Við viljum halda markmiðum okkar fyrir okkur og við tökum bara klisjuna á þetta það er bara næsti leikur og það er það sem skiptir máli."

Jóhannes á ekki von á styrkingum áður en gluggin lokar

„Ég hef ekki trú á því að það verði neinn sem bætist við en maður veit þó aldrei."
Athugasemdir
banner
banner
banner