Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
Halli Hróðmars: Þetta var rautt spjald
Siggi Höskulds: Galið að þessi leikur vinnist með einu marki
Ekki sáttur með byrjunina á tímabilinu - „Köstum þessu frá okkur“
Skoraði sitt fyrsta mark í Bestu - „Ekkert eðlilega gott"
Endurstilltu sig í hálfleik - „Ekki við hæfi barna“
Sölvi dásamar Stíg Diljan: Hann er með allan pakkann
Jón Þór ósáttur við dómarana - „Menn eru full litlir í sér"
Haddi: Ég hef fengið frábær svör
Magnús Már: Hallgrímur Mar drepur þetta
Hallgrímur Mar: Þetta er á réttri leið
Túfa: Aðalmarkmiðið var að halda markinu hreinu
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Jóhannes Karl: Er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Gunnar Heiðar: Ekki margir í þessari deild sem geta gert þetta
Hemmi: Skiptir mestu máli hvað þú gerir inni í vítateigunum
   lau 20. júní 2020 19:56
Anton Freyr Jónsson
Jói Guðlaugs: Fannst þetta bara vera baráttusigur og það er það sem við þurftum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Guðlaugsson þjálfari ÍR var ánægður eftir 1-0 sigur á nýliðunum í KF í frekar bragðdaufum leik í Breiðholtinu í dag.

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  0 KF

„Já ég get alveg tekið undir það, þetta var kannski ekki besti fótboltinn en við vissum það að við þurftum að hafa fyrir þessu, fórum bara í leikinn þannig að við vildum svolítið járna okkur í leikinn og það kannski kom niður á gæðunum, við reynum svolítið í fyrri hálfleik , reynum að fara í okkar spil en náum aldrei taktinum í þeim færslum sem við viljum fara í, en mér fannst þetta bara vera baráttusigur og það er það sem við þurftum."

Viktor Örn Guðmundsson skoraði eina mark leiksins og var það í dýrari gerðinni.

„Það er gríðarlega mikilvægt að fá Viktor í gang og hann sé að skora, það verður að taka það inn í að það eru ekkert rosalega margir undirbúningsleikir og menn eru kannski ekkert rosalega ferskir eða flæði komið í sóknarleikinn, það er mjög gott að fá leikmann eins og Viktor í gang og hann skoraði glæsilegt mark í dag og ég er virkilega ánægður." sagði Jói um Viktor Örn Guðmundsson.

Aðspurður var spurður út í markmið liðsins í sumar en liðinu er spáð um miðja deild.

„Eina sem ég vill segja um það að við viljum klárlega vera ofar en okkur er spáð, en mér finnst ekkert óeðlilegt að okkur sé spáð þarna. Við viljum halda markmiðum okkar fyrir okkur og við tökum bara klisjuna á þetta það er bara næsti leikur og það er það sem skiptir máli."

Jóhannes á ekki von á styrkingum áður en gluggin lokar

„Ég hef ekki trú á því að það verði neinn sem bætist við en maður veit þó aldrei."
Athugasemdir
banner
banner