Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
banner
   fim 20. júní 2024 10:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd má ekki kaupa Todibo
Jean-Clair Todibo.
Jean-Clair Todibo.
Mynd: Getty Images
Manchester United mun ekki geta keypt franska varnarmanninn Jean-Clair Todibo frá Nice í sumar.

Ástæðan er sú að reglur UEFA banna það. Man Utd og Nice eru með sömu eigendur og leika í sömu Evrópukeppni á næstu leiktíð.

Fabrizio Romano segir að viðræður hafi verið í gangi en það verði ekkert úr þessu.

Sir Jim Ratcliffe, sem á hlut í bæði Nice og Man Utd, hefur tjáð sig um málið en hann segir:

„UEFA sagði að við gætum selt hann til annars félags í ensku úrvalsdeildinni, en ekki til Man Utd. En mér finnst það ekki sanngjarnt gagnvart leikmanninum og ég sé ekki alveg tilganginn."

Todibo, sem er 24 ára, er franskur miðvörður en hann hefur leikið afar vel með Nice síðustu árin.
Athugasemdir
banner
banner
banner