Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   fim 20. júní 2024 22:06
Sverrir Örn Einarsson
Sigurvin: Þurfti einhver töfrabrögð til að brjóta ísinn
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrstu viðbrögð þegar ég labbaði út af var að við hefðum tapað tveimur stigum en auðvitað þegar maður hugsar til baka þá vorum við 1-0 undir á útivelli á móti Keflavík sem er auðvitað mjög sterkt lið.“ Sagði þjálfari Þróttar Sigurvin Ólafsson um sínar tilfinningar eftir leik er Þróttur sótti stig í greipar Keflavíkur á HS Orkuvellinum í kvöld en lokatölur urðu 1-1

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  1 Þróttur R.

Sigurvin var ánægður með leik sinna manna í dag og með þær framfarir sem honum finnst liðið vera að sýna.

„Stórt hrós á mína drengi að halda þessum stöðugleika. Mér fannst við góðir í 90 mínútur og vorum þolinmæði í því að þetta hlyti að detta inn fyrir okkur. Og í raun fannst mér þó ég sé alltaf hlutdrægur við eiga skilið að fá jafnvel tvö mörk.“

Aðstæður í Keflavík voru krefjandi fyrir leikmenn en rennblautur völlurinn virkaði nokkuð þungur yfirferðar og hraði leiksins eftir því. Hvernig fannst Sigurvin lið sitt takast á við aðstæður?

„Bara frábærlega miðað við það að við erum gevigraslið. Þetta er púra útivöllur fyrir okkur og við þurftum að aðlaga okkar leik. Við vitum hvernig Keflavík spilar og meginnfókusinn eðlilega er að reyna stoppa það og við gáfum smá afslátt af okkar týpíska leik. Aftur hrós á strákanna fyrir að geta breytt því í þannig taktík, vorum mjög beinskeyttir og pössuðum okkur á að fá þá ekki afturfyrir okkur sem að heppnaðist bara nánast í 90 mínútur.“

Færin komu ekki á færibandi í leiknum og líkt og úrslit leiksins gefa til kynna nýttust þau fæst. Það þurfti til stórglæsilega aukaspyrnu Kostiantyn Iaroshenko til að jafna metin fyrir Þróttara.

„Við fáum ágætis sénsa hingað og þangað en það þurfti bara einhver töfrabrögð til að brjóta ísinn og þetta er nú bara ein fallegasta aukaspyrna sem ég hef séð.“

Sagði Sigurvin en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner