banner
   lau 20. júlí 2019 16:01
Ívan Guðjón Baldursson
Inkasso: Fjölnir rúllaði yfir Hauka
Fimmtán mörk í þremur leikjum
Mynd: Raggi Óla
Það voru fimmtán mörk skoruð í þremur fyrstu leikjum dagsins í fjörugri Inkasso-deildar umferð.

Í Hafnarfirði voru fjögur mörk skoruð á fyrstu þrettán mínútum leiksins. Fjölnir komst þar í tveggja marka forystu og staðan 1-3 í hálfleik.

Ingibergur Kort Sigurðsson skoraði tvennu fyrir Fjölnismenn og urðu lokatölur 1-5. Þetta var annar sigur Fjölnis í röð og stefnir Grafarvogur beint aftur upp í Pepsi Max-deildina.

Liðið er með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar á meðan Haukar eru í fallbaráttu, með 11 stig eftir 13 umferðir.

Haukar 1 - 5 Fjölnir
0-1 Guðmundur Karl Guðmundsson ('3)
0-2 Arnór Breki Ásþórsson ('6)
1-2 Arnar Aðalgeirsson ('11)
1-3 Ingibergur Kort Sigurðsson ('13)
1-4 Ingibergur Kort Sigurðsson ('50)
1-5 Þorsteinn Örn Bernharðsson ('65, sjálfsmark)

Í öðru sæti deildarinnar er ungt lið Gróttu sem gerði 2-2 jafntefli við Víking Ó. eftir markalausan fyrri hálfleik.

Axel Freyr Harðarson kom Seltirningum yfir í upphafi seinni hálfleiks en Emmanuel Eli Keke var snöggur að jafna fyrir gestina.

Harley Willard kom Víkingi yfir með marki úr vítaspyrnu og var hádramatík í lokin þegar Óliver Dagur Thorlacius jafnaði úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Víkingur er í fjórða sæti eftir jafnteflið, fjórum stigum eftir Gróttu.

Grótta 2 - 2 Víkingur Ó.
1-0 Axel Freyr Harðarson ('47)
1-1 Emmanuel Eli Keke ('51)
1-2 Harley Willard ('71, víti)
2-2 Óliver Dagur Thorlacius ('93, víti)

Þá áttust Njarðvík og Þróttur R. við í neðri hluta deildarinnar og var staðan jöfn í hálfleik. Rafael Victor kom Þrótturum yfir og jafnaði Ivan Prskalo fyrir Njarðvík.

Sindri Scheving kom Þrótti aftur yfir eftir leikhlé og bætti Rafael þriðja markinu við áður en Ivan minnkaði muninn og staðan orðin 2-3.

Njarðvíkingar komust nálægt því að jafna en tréverkið var fyrir og lokatölur því 2-3.

Njarðvík er með tíu stig í fallbaráttunni á meðan Þróttur er kominn með sautján og getur enn blandað sér í baráttuna um sæti í Pepsi Max.

Njarðvík 2 - 3 Þróttur R.
0-1 Rafael Victor ('18)
1-1 Ivan Prskalo ('32)
1-2 Sindri Scheving ('59)
1-3 Rafael Victor ('63)
2-3 Ivan Prskalo ('77)

Leikskýrslur verða birtar innan skamms.

Stöðutöfluna er hægt að sjá hér fyrir neðan. Það tekur hana smá tíma að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner