Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 20. júlí 2019 17:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Inkasso: Góður sigur Leiknis - Þór upp fyrir Gróttu
Vuk var á skotskónum.
Vuk var á skotskónum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór vann dramatískan sigur.
Þór vann dramatískan sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknismenn eru búnir að fjarlægast fallpakkann í Inkasso-deild karla algjörlega og eru jafnvel að blanda sér í toppbaráttuna.

Leiknir fór í ferðalag til Grenivíkur í dag og heimsótti þar Magna, sem vann góðan sigur á Keflavík í síðustu umferð. Daníel Finns Matthíasson kom Leikni yfir í fyrri hálfleik og í þeim seinni bætti
Vuk Oskar Dimitrijevic við marki. Tveir ungir og efnilegir leikmenn.


Stuttu eftir mark Vuk gerðu Leiknismenn út um leikinn þegar Sveinn Óli Birgisson, fyrirliði Magna, gerði sjálfsmark. Lokatölur 3-0 fyrir Leikni sem fer upp í fimmta sæti deildarinnar með 21 stig. Magni er á botninum með 10 stig.

Þetta er fyrsti leikurinn sem Magni tapar á Grenivíkurvelli í sumar.

Í hinum leiknum sem var að klárast í Inkasso-deildinni vann Þór dramatískan sigur á Aftureldingu sem er því áfram í fallsæti.

Bjarki Þór Viðarsson kom Þórsurum yfir stuttu fyrir leikhlé, en Andri Freyr Jónasson jafnaði þegar rúmar 20 mínútur voru til leiksloka. Andri Freyr raðaði inn mörkum í 2. deild í fyrra, en hann er að komast í gang núna í Inkasso og er kominn með fimm mörk.

Gestirnir frá Akureyri voru ekki búnir að segja sitt síðasta og skoraði varnarmaðurinn Dino Gavric sigurmark þeirra í uppbótartíma. Hann skoraði eftir aukaspyrnu frá Sveini Elíasi Jónssyni. Flautumark í Mosfellsbæ.

Þór fer upp fyrir Gróttu í annað sæti deildarinnar. Afturelding er áfram í 11. sæti með 10 stig.

Magni 0 - 3 Leiknir R.
0-1 Daníel Finns Matthíasson ('29 )
0-2 Vuk Oskar Dimitrijevic ('72 )
0-3 Sveinn Óli Birgisson ('77 , sjálfsmark)
Lestu nánar um leikinn

Afturelding 1 - 2 Þór
0-1 Bjarki Þór Viðarsson ('43 )
1-1 Andri Freyr Jónasson ('71 )
1-2 Dino Gavric ('90 )
Lestu nánar um leikinn

Sjá einnig:
Úrslit úr öðrum leikjum dagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner