Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   þri 20. júlí 2021 20:48
Arnar Helgi Magnússon
Alfreð: Höfum farið flatt á því að tala um toppbaráttu á Selfossi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, var svekktur eftir 1-1 jafntefli við Þór/KA í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Hann taldi að Selfyssingar hefðu átt að vinna leikinn.

„Mér finnst þetta tvö töpuð stig, með fullri virðingu fyrir Þór/KA. Mér fannst við vera betri aðilinn í leiknum en aftur á móti þá sköpum við voðalega lítið," sagði Alfreð eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Selfoss 1 -  1 Þór/KA

Leikurinn var nokkuð lokaður og áhorfendur á JÁVERK-vellinum væntanlega oft skemmt sér betur yfir fótboltaleik en í kvöld.

„Já klárlega, þetta var svolítið svona stöðubarátta á miðjunni. Mér fannst við 'controlla' leikinn vel og vorum að spila leikinn vel. Mér fannst við síðan gera enn betur þegar við breyttum aðeins um leikskipulag og bættum í sóknarþungann."

Alfreð tók Hólmfríði Magnúsdóttir útaf vellinum þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum.

„Fríða er bara þreytt. Hún er ekki búin að vera að æfa 100% og er bara þreytt. Við fengum ferskar lappir inn."

Alfreð segir ekki tímabært að tala um einhversskonar toppbaráttu.

„Ef maður vinnur ekki á heimavelli þá er mjög erfitt að vera í einhverri toppbaráttu. Við þurfum númer 1,2 og 3 að hugsa um okkur. Við höfum alveg farið flatt á því að tala um einhverja toppbaráttu á Selfossi þannig við þurfum að einbeita okkur að okkur sjálfum," sagði Alfreð.

Alfreð var að lokum spurður út í markmannsmál liðsins en viðtalið við Alfreð má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner