Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 20. ágúst 2019 09:38
Magnús Már Einarsson
Maguire vill sjá Twitter og Instagram breyta reglum
Harry Maguire.
Harry Maguire.
Mynd: Getty Images
Harry Maguire, varnarmaður Manchester United, er æfur yfir kynþáttafordómum sem liðsfélagi hans Paul Pogba hefur orðið fyrir á samfélagsmiðlum eftir að hann klikkaði á vítaspyrnu gegn Wolves í gær.

Manchester United er að reyna að finna sökudólgana en þeir sigla undir fölsku flaggi á nafnlausum aðgöngum.

„Þetta er ógeðslegt. Samfélagsmiðlar verða að gera eitthvað í þessu," sagði Maguire í dag.

„Allir aðgangar sem eru opnir ættu að vera tengdir við vegabréf/ökuskírteni."

„Stoppið þessi nettröll sem búa til marga aðganga til að senda ljót skilaboð á fólk."



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner