Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   fim 20. ágúst 2020 17:01
Elvar Geir Magnússon
KR-ingar ósáttir við að sitja ekki „við sama borð og aðrir"
Mega ekki æfa saman sem lið
Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR.
Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það virðist ekki jafnt yfir alla ganga. Við KR-ingar erum ósáttir við að sitja ekki við sama borð og aðrir þegar verið er að leysa úr málefnum fótboltans," segir Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR.

KR-ingar eru í sóttkví eftir heimkomuna frá Skotlandi aðfaranótt miðvikudags og mega ekki æfa saman eins og staðan er núna. Þá mega leikmenn og starfsmenn sem eru í dagvinnu ekki mæta í hana.

„Þegar verið er að leysa hlutina fyrir suma en ekki hina þá er það ekki jafnrétti," segir Jónas og vitnar í að fótboltafélög mega sækja um vinnusóttkví ef þau koma úr verkefnum erlendis.

Það var ákveðið á fundi í morgun og kom fram að félögin þurfi að sækja um áður en farið er í keppnisferðina. KR-ingar eiga því ekki möguleika á því núna og losna ekki úr sinni sóttkví fyrr en á þriðjudag.

Það þarf að fresta leik KR og Vals sem fram átti að fara á laugardaginn en líklegt er að hann verði spilaður næsta miðvikudag samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net, degi eftir að KR-ingar mega æfa saman sem lið á nýjan leik.

„Við getum hvorki æft né keppt og Pepsi Max-deildin er í uppnámi. Á meðan er fundin leið svo erlend félög geta komið hingað og keppt en íslensk lið geta ekki mæst. Okkur finnst þetta skjóta skökku við."

Jónas segir að KR-ingar hafi verið í hinni svokölluðu 'búbblu' í kringum Evrópuleikinn gegn Celtic en þeir fóru í tvær skimanir og þurftu að lúta ströngum reglum UEFA. Þeir virðast þó ekki hafa möguleika á því að fá leyfi fyrir 'vinnusóttkví' úr þessu.

FH, Breiðablik og Víkingur eru öll á leið í Evrópuverkefni í næstu viku,
Athugasemdir
banner
banner
banner