„Þetta var agalega súrt, en það er ekki það það var eitthvað jákvætt. Við vorum að pressa, sterkir og barátta í okkur en með boltann vorum við ekki nógu góðir, við vorum slappir og þetta var alltof hægt. Það var gæðaleysi," sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV eftir 0 - 1 tap heima gegn Fylki í Bestu-deild karla í dag.
„Það var ekki fyrr en það komu aðrir inná sem fannst gaman að hafa boltann. Þetta var djöfull svekkjandi því við fáum fullt af fyrirgjöfum og fínar stöður og horn. Þetta var ógeðslega fúlt!"
Þetta var svolítið lélegt og þá sérstaklega fyrri hálfleikurinn?
„Já, dofið með boltann en við vorum sterkir án bolta. Það varð okkur að falli í dag að nota ekki stöðurnar og kraftinn í okkur til að koma okkur í betri færi og vera aggressívari inni í vítateig. Það er alveg klárt."
Þú gerðir samt nokkrar breytingar og þá lagaðist þetta aðeins?
„Já, það komu gæði inn í þetta og eitthvað sem við þurfum, að nota boltann betur. Þá fór aðeins að tikka en þurfti ekki mikið. Það þurfti eina til tvær sendingar í millisvæði og um leið og það gerðist þá komumst við afturfyrirþá og í góðar stöður. En við nýttum þær stöður ekki nógu vel. Við vorum ekki góðir í dag og ég er ekki að segja að þeir hafi átt þrjú stig frekar skilin, en þeir tóku þau og það er það sem telur."
Varstu ósáttur við eitthvað, ég sá boltann fara í hendina á Ragnari Braga rétt fyrir utan teig í lokin?
„Ég veit það ekki, en við áttum bara að gera betur. Ég er ekkert að pæla í því, nei nei."
Fannst þér nýju mennirnir (Michael Jordan og Kevin Bru) vera að breyta þessu?
„Já það er klárt. Það komu mikil gæði inn með þeim og ró á boltann og sköpun. Eitthvað sem við hefðum þurft á að halda en menn sem eru í þeim stöðum eru svosem búnir að vera meiddir bróðurpartinn af sumri. Það hefur vantað uppá að róa leikinn hjá okkur."
Var mikilvægt að ná í þessa stráka?
„Já upp á fjölda líka það er engin spurning. Það er búið að vera erfitt meiðslalega séð og það er nauðsynlegt að fá menn inn."
Bru kom inn á miðjuna hann virðist vera góður?
„Já engin spurning, hann er flottur leikmaður. Það var fínt fyrir hann að ná einhverjum mínútum í dag og fínt að fá fyrsta leikinn. Svo komast þeir betur inn í hlutina. Við verðum sterkara lið með auka leikmenn."
Ertu ekki kominn með einhver svör fyrir byrjunarlið næsta leiks ef þessir menn breyta leiknum?
„Jú þeir komu og notuðu boltann vel, það er engin spurning. Það sást alveg gæðamunurinn á því. Það voru alltof margir sem vantaði aggression að láta það telja eitthvað að komast í stöður. Gæði bæði í hlaupum, fyrirgjöfum eða lokasendingu og að slútta. Það vantaði upp á það. Ég er samt alltaf jafn stoltur af liðinu fyrir hugarfarið og baráttuna að hlaupa úr sér lungun leik eftir leik. Það verður að fara að telja eitthvað og fá einhver stig. Þetta var súrt í dag."
Richard King sneri aftur eftir að hafa fests á Jamaíka að bíða eftir dvalarleyfi. Hefur verið erfitt fyrir hann að ná ekki að koma heim?
„Já vissulega en hann kom sterkur hérna inn í dag. Við vitum að hann er líka gæða leikmaður."
Hefur honum liðið illa yfir að komast ekki til baka?
„Jájá, þetta er agalegt þó það sé ekkert við neinn að sakast. Svona bara gerist."
Nú spyr ég því ég tók eftir því að þú hafðir áhrif á lagavalið fyrir leik og lést spila Bob Marley, 'Don't worry, everything is going to be allright'?
„Það var til þeirra beggja Jamaíka mannanna og alls liðsins. Við erum saman í þessu og allir Bob Marley aðdáendur."
Svo valdirðu líka nýtt inngöngulag, 'Þar sem hjartað slær' afhverju valdirðu það?
„Það er bara lagið okkar og á að vera það alltaf. Við höfum misst af því en það er komið til að vera, engin spurning."