,,Hann ýtir í mig. Ég var ekkert að henda mér niður. Þetta er vitlaust hjá honum að bjóða upp á þetta," sagði Gunnar Már Guðmundsson leikmaður ÍBV við Fótbolta.net í dag um rauða spjaldið sem Haukur Páll Siguðrsson fyrirliði Vals fékk í leik liðanna í gær.
Gunnar Már stóð yfir Fjalari Þorgeirssyni markverði Vals þegar Haukur Páll kom aðvífandi. Haukur ýtti á brjóstkassann á Gunnari sem féll til jarðar í kjölfarið.
Gunnar Már stóð yfir Fjalari Þorgeirssyni markverði Vals þegar Haukur Páll kom aðvífandi. Haukur ýtti á brjóstkassann á Gunnari sem féll til jarðar í kjölfarið.
Haukur Páll fékk beint rautt spjald fyrir vikið og verður í leikbanni í síðustu tveimur leikjum tímabilsins. Haukur var ósáttur við rauða spjaldið og að Gunnar Már hafi látið sig detta.
,,Ég ýki snertinguna, það er klárt, en ég ætlaði ekki að henda mér niður. Hann á ekkert að hlaupa af margra metra færi og ýta í mig. Planið var ekkert að fiska hann út af en það lítur þannig út í sjónvarpinu. Hann á að vita betur og ekki vera að ýta svona."
,,Maður hefði sjálfsagt getað staðið í fæturnar ef út í það farið en þetta er bara vitleysa í Hauki."
Gunnar Már var ósáttur við Fjalar þar sem þeir lentu í smá samstuði eftir baráttu um boltann.
,,Ég var mest pirraður út í Fjalar. Ég reyni að sleppa við snertingu við hann og rek fótinn í síðuna á honum en hann grípur um höfuðið og reynir að heimta eitthvað á mig," sagði Gunnar Már um það atvik.
Sjá einnig:
Haukur Páll: Finnst ég ekki hrinda honum
Athugasemdir