Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 20. september 2020 20:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leicester á toppnum í lok dags í fyrsta sinn síðan bikarinn fór á loft
Leicester vann Burnley 4-2 í kvöld.
Leicester vann Burnley 4-2 í kvöld.
Mynd: Getty Images
Leicester er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið er með fullt hús stiga eftir tvo leiki.

Leicester hafði betur gegn Burnley í miklum markaleik í kvöld.

Þessi sigur í kvöld vekur upp góðar minningar fyrir stuðningsmenn Leicester í ljósi þess að þetta er í fyrsta sinn síðan 2015 að liðið vinnur fyrstu tvo deildarleiki sína á tímabilinu.

Það tímabil, tímabilið 2015/16, varð Leicester eftirminnilega Englandsmeistari. Það er eitt stærsta íþróttaafrek sögunnar, en liðinu var fyrir tímabilið spáð fallbaráttu.

Þetta er líka í fyrsta sinn þar sem Leicester er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í lok dags síðan á lokadegi tímabilsins magnaða þegar liðið varð meistari mjög svo eftirminnilega.


Athugasemdir
banner
banner