Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mán 20. september 2021 08:30
Aksentije Milisic
Árni skipti um skoðun þegar Atli Gunnar fór af stað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Vilhjálmsson vill að öllum líkindum gleyma gærdeginum sem fyrst. Breiðablik tapaði gegn FH í næst síðustu umferð Pepsi Max deild karla og á sama tíma vann Víkingur gegn KR.

Víkingar eru nú með pálmann í höndunum fyrir lokaumferðina og ráða sínum eigin örlögum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.

Árni Vilhjálmsson fékk gullið tækifæri til að jafna metin í leiknum mikilvæga gegn FH í gær en hann tók þá vítaspyrnu sem hann sótti sjálfur í síðari hálfleiknum.

Spyrnan var hins vegar mjög slök og fór langt yfir markið.

„Ég hef tekið víta­spyrnu í Evr­ópu­keppni, víta­spyrnu á síðustu mín­útu gegn ÍA, og þetta hafði ekk­ert með spennu­stig að gera. Ég ætlaði bara að setja bolt­ann í mitt markið þegar ég sá að markmaður­inn hoppaði til hliðar, en svona lagað ger­ist bara," sagði Árni í viðtali við MBL í gærkvöldi.

Breiðablik mætir HK á heimavelli í lokaumferðinni en á sama tíma mætast Víkingur og Leiknir. Breiðablik þarf því að vonast eftir því að Víkingar misstígi sig, vilji liðið eiga möguleika á titilinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner