Landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir er gengin í raðir portúgalska félagsins Benfica frá Gotham FC í Bandaríkjunum.
Portúgalska félagið var að staðfesta þessi tíðindi.
Portúgalska félagið var að staðfesta þessi tíðindi.
Svava, sem er 27 ára gömul, gekk í raðir Gotham FC í Bandaríkjunum í byrjun ársins eftir að hafa gert góða hluti með Brann í Noregi.
Hún hefur ekkert fengið að spila með Gotham að undanförnu og er núna farin frá félaginu.
„Þetta byrjaði mjög vel en svo er þetta aðeins búið að dala. Ég hef ekkert fengið að spila. Þetta er búið að vera upp og niður," sagði Svava í samtali við Fótbolta.net í gær.
„Eina sem ég fékk var 'þetta er erfitt, en svona er þetta bara'. Maður vill alltaf spila og sýna í hvað manni býr. Ég væri alveg til í að fá einhverja almennilega útskýringu."
Benfica er ríkjandi meistari í Portúgal en liðið byrjaði tímabilið á sigri gegn Torreense í fyrstu umferð deildarinnar. Svava kemur örugglega til með að fylla að einhverju leyti í skarðið sem Cloe Lacasse skilur eftir sig en hún fór til Arsenal.
Athugasemdir