Með enskum texta
Þýska ríkissjónvarpsstöðin ZDF gerði mjög vandað og stórskemmtilegt innslag um árangur íslenska landsliðsins.
Hannes Þór Halldórsson markvörður var í aðalhlutverki en í sjónvarpinu hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni með enskum texta.
Hannes er heimsóttur til Hollands og einnig farið með honum á æskuslóðirnar í Efra-Breiðholti þar sem hann sýnir hvernig hann þjálfaði sjálfan sig í æsku með því að nýta vegg við Leiknisvöllinn.
Árangur Íslands hefur vakið mikla athygli um allan heim en í innslaginu segir Hannes að fögnuður Íslendinga hafi verið eins og hjá Þjóðverjum þegar þeir vinna stórmót.
Athugasemdir