Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mið 20. október 2021 15:01
Elvar Geir Magnússon
Newcastle biður stuðningsmenn um að vera ekki í arabaklæðnaði
Newcastle hefur beðið stuðningsmenn sína um að klæðast ekki arabaklæðnaði á leikjum liðsins ef þeir eru ekki í þannig klæðnaði dags daglega.

Margir stuðningsmenn Newcastle voru í þannig klæðnaði fyrir utan heimavöll liðsins þegar þeir fögnuðu yfirtökunni frá Sádi-Arabíu.

Jafnréttishópurinn Kick it Out segir að það gæti verið menningarlega viðkvæmt og jafnvel flokkast sem rasismi að vera í svona klæðnaði.

Í yfirlýsingu frá Newcastle eru stuðningsmenn vinsamlegast beðnir um að vera ekki í arabaklæðnaði upp á grínið.

Það er þó tekið fram að enginn í hópi nýrra eigenda hafi móðgast þegar stuðningsmenn ákváðu að fagna yfirtökunni með þessum hætti.
Athugasemdir
banner
banner