Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 20. október 2021 21:25
Brynjar Ingi Erluson
Þriðja sinn sem Man Utd vinnur leik eftir að hafa verið tveimur undir
Mynd: EPA
Manchester United náði merkum áfanga er liðið vann Atalanta 3-2 í Meistaradeild Evrópu í kvöld en þetta er í þriðja sinn sem liðinu tekst að vinna leik eftir að hafa verið tveimur mörkum undir.

Atalanta var 2-0 yfir í hálfleik á Old Trafford en í þeim síðari tókst United að snúa taflinu við.

Marcus Rashford minnkaði muninn áður en Harry Maguire jafnaði og það var svo í verkahring Cristiano Ronaldo að gera sigurmarkið á 81. mínútu.

Þetta var í þriðja sinn sem United tekst að vinna leik eftir að hafa verið tveimur mörkum undir. United jafnar því met Arsenal í Meistaradeildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner