Danska félagið Lyngby hafði áhuga á að fá Júlíus Mar Júlíusson í sumar og samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Lyngby áfram áhuga á því að fá Júlíus í sínar raðir.
Framan af tímabili var Júlíus einn bjartasti parturinn af liði KR en það hefur hallað undan fæti að síðustu vikur og hefur hann verið ónotaður varamaður í síðustu tveimur leikjum.
Framan af tímabili var Júlíus einn bjartasti parturinn af liði KR en það hefur hallað undan fæti að síðustu vikur og hefur hann verið ónotaður varamaður í síðustu tveimur leikjum.
Lyngby reyndi að fá Júlíus til sín í sumarglugganum en bakkaði út eftir gagntilboð frá KR.
Júlíus er 21 árs miðvörður, U21 landsliðsmaður, sem KR keypti af Fjölni fyrir um ári síðan. Hann er á sínu fyrsta tímabili í efstu deild, hefur komið við sögu í 16 leikjum í deildinni á tímabili en hann missti úr um mánuð af mótinu vegna meiðsla.
Það er ljóst að önnur íslensk félög fylgjast líka vel með stöðu Júlíusar, hvernig KR-ingar sjá hans framtíð fyrir sér og hvort möguleiki verði á að fá hann í vetur.
Lyngby er í 2. sæti dönsku B-deildarinnar eftir að hafa fallið úr úrvalsdeildinni í vor.
Athugasemdir


