Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
banner
   mán 20. nóvember 2023 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Quagliarella leggur formlega skóna á hilluna
Fabio Quagliarella.
Fabio Quagliarella.
Mynd: EPA
Ítalski sóknarmaðurinn Fabio Quagliarella hefur opinberlega lagt skóna á hilluna eftir farsælan feril.

Quagliarella verður 41 árs gamall í janúar og hann segir að núna sé nóg komið af boltanum.

„Ég er neyddur til að segja þetta gott. Ég er í óásættanlegu líkamlegu ástandi," segir sóknarmaðurinn.

Quagliarella lék sinn síðasta leik með Sampdoria síðasta sumar en eftir að hann hætti þar, þá hefur hann verið að starfa aðeins í sjónvarpi. Hann veit ekki enn alveg hvað hann ætlar sér að gera núna þegar ferillinn er á enda.

Quagliarella átti farsælan feril í ítalska boltanum en hann skoraði 235 mörk í 729 leikjum með félögum á borð við Napoli, Juventus, Torino og Sampdoria.
Athugasemdir
banner
banner
banner