Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
   fös 21. janúar 2022 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rooney stoltur af áhuga Everton
Wayne Rooney, stjóri Derby, er stoltur af áhuga Everton á að fá sig í stjórastöðuna. Everton er í leit að stjóra eftir að félagið rak Rafa Benítez síðasta sunnudag.

Duncan Ferguson stýrir Everton gegn Aston Villa um helgina og þar til annar stjóri finnst.

Rooney er einn af þeim sem hafa verið orðaðir hvað mest við stöðuna hjá Everton en hann er uppalinn hjá félaginu. Rooney segist ekki hafa farið í viðræður við félagið.

Rooney er að gera eftirtektarverða hluti með Derby, er að berjast um að halda liðinu uppi eftir að 21 stig var dregið af félaginu vegna fjárhagsörðugleika.

„Ég er eins og hver annar, ég sé menn orðaða á samfélagsmiðlum og í blöðunum. Auðvitað er Everton félag sem ég hef stutt síðan í æsku."

„Ég er stoltur af því að vera einn af þeim sem eru í samtalinu um að fá starfið, en ég veit að Everton veit að félagið þarf að ræða við stjórnarmenn Derby ef þeir vilja hafa samband,"
sagði Rooney.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 15 10 4 1 40 13 +27 34
2 Middlesbrough 15 8 5 2 19 13 +6 29
3 Stoke City 15 8 3 4 21 10 +11 27
4 Preston NE 15 7 5 3 20 14 +6 26
5 Hull City 15 7 4 4 26 24 +2 25
6 Millwall 15 7 4 4 17 20 -3 25
7 Ipswich Town 14 6 5 3 26 16 +10 23
8 Bristol City 15 6 5 4 22 18 +4 23
9 Charlton Athletic 15 6 5 4 16 12 +4 23
10 Derby County 15 6 5 4 20 19 +1 23
11 Birmingham 15 6 3 6 20 17 +3 21
12 Leicester 15 5 6 4 18 16 +2 21
13 Wrexham 15 5 6 4 20 19 +1 21
14 West Brom 15 6 3 6 14 16 -2 21
15 Watford 15 5 5 5 19 18 +1 20
16 QPR 15 5 4 6 17 23 -6 19
17 Southampton 15 4 6 5 18 21 -3 18
18 Swansea 15 4 5 6 15 19 -4 17
19 Blackburn 14 5 1 8 14 19 -5 16
20 Portsmouth 15 3 5 7 12 20 -8 14
21 Oxford United 15 3 4 8 16 22 -6 13
22 Sheffield Utd 15 3 1 11 11 26 -15 10
23 Norwich 15 2 3 10 14 23 -9 9
24 Sheff Wed 15 1 5 9 12 29 -17 -4
Athugasemdir
banner