Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   fös 21. janúar 2022 12:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svekkjandi vika hjá Newcastle - Tveir mest orðaðir við félagið
Mynd: EPA
Newcastle heimsækir Leeds í ensku úrvalsdeildinni á morgun, leikurinn hefst klukkan 15:00 á Elland Road.

Stjóri Newcastle, Eddie Howe, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. Hann greindi frá því að Dwight Gayle og Jeff Hendrick gætu tekið þátt í leiknum en Matt Ritchie væri tæpur. Þá væru þeir Callum Wilson, Federico Fernandez og Isaac Hayden áfram frá vegna meiðsla.

Næsta spurning sem Howe fékk kom ekki á óvart. Hann var spurður út í félagaskiptagluggann og mögulega nýja leikmenn. Newcastle hefur til þessa fengið Kieran Trippier og Chris Wood til félagsins.

Jesse Lingard hjá Manchester United og Diego Carlos hjá Sevilla eru þeir sem eru orðaðir hvað mest við Newcastle þessa dagana. Howe býst ekki við því að fá nýja leikmenn á næstu klukkutímum. Möguleiki er á því að Sevilla sé tilbúið að samþykkja að Carlos fari eftir deildarleik félagsins um helgina.

„Þetta er búin að vera svekkjandi vika hjá okkur þegar kemur að félagaskiptum fyrir komandi leik. Við erum að reyna allt hvað við getum til að bæta hópinn en leitin hefur ekki borið árangur í vikunni," sagði Howe.

„Þetta er erfitt í janúar þegar þú bætir Covid við þá staðreynd að félög vilja ekki missa leikmenn í janúar. Væntingar hinna félaganna varðandi upphæðir sem Newcastle getur borgað hefur aukist og það hefur einnig áhrif," sagði Howe.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner