Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 21. janúar 2023 22:10
Brynjar Ingi Erluson
Jón Dagur og Kolbeinn í tapliðum
Jón Dagur Þorsteinsson
Jón Dagur Þorsteinsson
Mynd: Getty Images
Það gekk ekki vel hjá Íslendingunum í Belgíu í þessa helgina en báðir voru í tapliðum.

Kolbeinn Þórðarson var í byrjunarliði Lommel sem tapaði fyrir U23 ára liði Club Brugge, 2-1, í gær.

Blikinn fór af velli á 69. mínútu leiksins en Lommel er í 4. sæti B-deildarinnar með 30 stig.

Jón Dagur Þorsteinsson spilaði þá allan leikinn fyrir Leuven sem tapaði fyrir Royale Union SG, 1-0, í úrvalsdeildinni. Jón Dagur nældi sér í gult spjald í leiknum, en hann er ný kominn úr banni fyrir uppsöfnuð spjöld.

Leuven er í 9. sæti með 30 stig.

Andri Fannar Baldursson kom þá inná sem varamaður í uppbótartíma er NEC Nijmegen vann 3-1 sigur á Emmen í hollensku úrvalsdeildinni. Liðið er í 9. sæti með 22 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner