Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 21. janúar 2023 10:15
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Nýjasti Valsarinn, toppbaráttan í enska og handboltahorn á X977 í dag
Mynd: Fótbolti.net
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net verður á sínum stað á X977 í dag laugardag, milli 12 og 14.

Elvar Geir og Benedikt Bóas halda um stjórnartaumana þar sem Tómas Þór er í boltaferð á Englandi. Með þeim í þættinum verður Kári Kongó, íþróttafíkill og harður stuðningsmaður Arsenal.

Farið verður yfir fréttir vikunnar á Íslandi og toppbaráttuna í enska boltanum.

Adam Ægir Pálsson, nýjasti leikmaður Vals, verður í heimsókn og í handboltahorninu verður hringt í sérfræðinginn og skemmtanastjórann Arnar Daða Arnarsson í Gautaborg. Hann gerir upp tapleikinn gegn Svíþjóð.


Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner