Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 21. janúar 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pereira: Það er eitthvað sem þarf að breytast
Vitor Pereira
Vitor Pereira
Mynd: EPA
Wolves tapaði gegn Chelsea á Stamford Bridge í gær en það var þriðja tap liðsins í röð í úrvalsdeildinni.

Vitor Pereira, stjóri liðsins, var ekki ánægður með það hvernig liðið mætti til leiks í báða hálfleikana.

„Við mættum sterku liði með leikmenn sem geta skapað færi. Við byrjuðum ekki eins og við vildum, vörðumst alltof lágt á vellinum og vörðumst fyrirgjöfum illa," sagði Pereira.

„Eftir að við urðum þéttari byrjuðum við að spila og búa til vandræði. Við skoruðum, seinni hálfleikur byrjaði aftur eins og við vildum ekki. Það eru augnalbik þar sem við spilum með sjálfstraust og önnur þar sem við missum það og það er eitthvað sem þarf að breytast."

Liðið á annað erfitt verkefni í næstu umferð en liðið fær Arsenal í heimsókn á laugardaginn.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 21 15 5 1 50 20 +30 50
2 Arsenal 22 12 8 2 43 21 +22 44
3 Nott. Forest 22 13 5 4 33 22 +11 44
4 Chelsea 22 11 7 4 44 27 +17 40
5 Man City 22 11 5 6 44 29 +15 38
6 Newcastle 22 11 5 6 38 26 +12 38
7 Bournemouth 22 10 7 5 36 26 +10 37
8 Aston Villa 22 10 6 6 33 34 -1 36
9 Brighton 22 8 10 4 35 30 +5 34
10 Fulham 22 8 9 5 34 30 +4 33
11 Brentford 22 8 4 10 40 39 +1 28
12 Crystal Palace 22 6 9 7 25 28 -3 27
13 Man Utd 22 7 5 10 27 32 -5 26
14 West Ham 22 7 5 10 27 43 -16 26
15 Tottenham 22 7 3 12 45 35 +10 24
16 Everton 21 4 8 9 18 28 -10 20
17 Wolves 22 4 4 14 32 51 -19 16
18 Ipswich Town 22 3 7 12 20 43 -23 16
19 Leicester 22 3 5 14 23 48 -25 14
20 Southampton 22 1 3 18 15 50 -35 6
Athugasemdir
banner
banner
banner