Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
   fös 21. febrúar 2025 14:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ari orðaður við Hammarby - „Við sjáum bara hvað gerist"
Ari átti mjög gott tímabil 2024 og stóð sig vel í Sambandsdeildinni.
Ari átti mjög gott tímabil 2024 og stóð sig vel í Sambandsdeildinni.
Mynd: Víkingur
Hann er fæddur árið 2003.
Hann er fæddur árið 2003.
Mynd: Víkingur
Ari Sigurpálsson, leikmaður Víkings, er sterklega orðaður við atvinnumennsku þessa dagana og hefur talsvert orðaður við sænsku deildina í vetur.

Hann var í dag orðaður við Hammarby en áður hafði hann verið orðaður við Djurgården og AIK. Það er Orri Rafn Sigurðarson sem vekur athygli á þessu á X. Það er ekki bara áhugi á Ara í Svíþjóð því samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafnaði Víkingur tilboði í Ara frá danska liðinu Lyngby undir lok danska félagaskiptagluggans.

Hammarby endaði í 2. sæti sænsku deildarinnar í fyrra. Liðið spilar á 30 þúsund manna velli í Stokkhólmi og þjálfari liðsins er hinn 37 ára gamli Svíi Kim Hellberg. Liðið vann sinn fyrsta og eina sænska meistaratitil árið 2001 og vann sænska bikarinn 2021. Níu Íslendingar hafa verið á mála hjá Hammarby í gegnum tíðina, síðast var Jón Guðni Fjóluson, samherji Ara hjá Víkingi, leikmaður Hammarby en hann kom fyrir rúmu ári til Víkings frá Hammarby. Birkir Már Sævarsson er leikjahæstur með 100 leiki og Arnór Smárason er markahæstur með tíu mörk.

Uppfært 14:45: Hammarby tilkynnti í dag um komu norsks kantmanns frá Haugesund og því ólíklegt að Ari fari þangað.

Ari var til viðtals eftir tapið grátlega gegn Panathinaikos í gær.

„Það er ekki sjálfgefið að vera spila á Íslandi og vera í febrúar að spila á móti Panathinaikos. Við erum búnir að leggja rosalega mikið á okkur og búnir að æfa í erfiðu veðri á Íslandi, það skilaði sér og við vorum nálægt því að fara áfram."

„Ég veit ekki hvað tekur við hjá mér. Ég ætla að reyna að standa mig, leggja mig fram, hugsa vel um mig og vera meiðslafrír. Við sjáum bara hvað gerist, ég veit það ekki,"
sagði vængmaðurinn í gærkvöldi.

Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Athugasemdir
banner
banner
banner