Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
   fös 21. febrúar 2025 16:54
Sölvi Haraldsson
Byrjunarlið Íslands gegn Sviss: Dagný og Cecilía byrja
Icelandair
Dagný Brynjarsdóttir er í byrjunarliðinu.
Dagný Brynjarsdóttir er í byrjunarliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cecilía er í markinu.
Cecilía er í markinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsleikur Íslands og Sviss í Þjóðardeild kvenna fer fram á Stadion Letzigrund í Zurich í kvöld klukkan 18:00. Rétt í þessu voru byrjunarliðin að detta í hús.

Lestu um leikinn: Sviss 0 -  0 Ísland

Þorsteinn Halldórsson, aðalþjálfari liðsins, stillir upp sterku liði.

Cecilía Rán stendur milli stanganna en fyrir framan hana eru þær Guðrún Árnadóttir, Glódís Perla, Ingibjörg Sigurðardóttir og Sædís Heiðarsdóttir í varnarlínunni. Á miðsvæðinu verða þær Alexandra Jóhansdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Karólína Vilhjálmsdóttir.

Hlín Eiríksdóttir byrjar úti hægra meginn en Emilía Ásgeirsdóttir á vinstri vængnum og þá byrjar Sveindís Jane upp á topp fyrir íslenska landsliðið í dag. Glódís Perla er að sjálfsögðu fyrirliði liðsins.

Samkeppnin um markmannstöðuna er hörð en Cecilía hefur spilað vel með Inter á þessu tímabili en hún er þar á láni frá Bayern Munchen.

Þetta er 114. landsleikur Dagnýjar en 113. leikurinn hennar, hennar seinasti landsleikur, kom einmitt gegn Sviss líka fyrir tveimur árum síðan. Þá er þetta 50. landsleikur Alexöndru Jóhansdóttur.

Leikurinn byrjar 18:00 og verður í þráðbeinni textalýsingu á Fótbolti.net. Það má finna byrjunarlið Íslands og Sviss hér að neðan.
Byrjunarlið Sviss:
21. Elvira Herzog (m)
2. Julia Stierli
4. Noemi Ivelj
5. Noelle Maritz
7. Sydney Schertenleib
9. Ana-Maria Crnogorcevic
13. Lia Wälti
14. Smilla Vallotto
15. Luana Buehler
16. Iman Beney
18. Viola Calligaris

Byrjunarlið Ísland:
1. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
5. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
7. Dagný Brynjarsdóttir
8. Alexandra Jóhannsdóttir
10. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
14. Hlín Eiríksdóttir
18. Guðrún Arnardóttir
19. Sædís Rún Heiðarsdóttir
23. Sveindís Jane Jónsdóttir
Landslið kvenna - Þjóðadeildin
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Frakkland 1 1 0 0 1 - 0 +1 3
2.    Ísland 1 0 1 0 0 - 0 0 1
3.    Sviss 1 0 1 0 0 - 0 0 1
4.    Noregur 1 0 0 1 0 - 1 -1 0
Athugasemdir
banner
banner
banner