Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
   fös 21. febrúar 2025 18:56
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Leicester og Brentford: Ein breyting hjá báðum liðum
Woyo Coulibaly byrjar hjá Leicester
Woyo Coulibaly byrjar hjá Leicester
Mynd: Leicester City
Leicester og Brentford opna 26. umferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 20:00 á King Power-leikvanginum í kvöld.

Ruud van Nistelrooy gerir eina breytingu en nýi maðurinn, Woyo Coulibaly kemur inn fyrir James Justin.

Luke Thomas snýr aftur á bekkinn og þá er Jamie Vardy fremstur en Leicester er að vonast til að skora sitt fyrsta mark á heimavelli síðan í byrjun desember.

Ethan Pinnock kemur inn í vörn Brentford í stað hollenska varnarmannsins Sepp van de Berg sem er að glíma við meiðsli. Hákon Rafn Valdimarsson er á bekknum hjá gestunum.

Leicester: Hermansen, Coulibaly, Faes, Okoli, Kristiansen, Ndidi, Soumare, De Cordova-Reid, El Khannouss, Ayew, Vardy

Brentford: Flekken, Pinnock, Collins, Ajer, Lewis-Potter, Norgaard, Damsgaard, Yanelt, Wissa, Schade, Mbeumo.
Athugasemdir
banner
banner
banner