Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
   fös 21. febrúar 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dúbravka og Krafth framlengja við Newcastle (Staðfest)
Mynd: EPA
Krafth er 30 ára gamall og hefur tekið þátt í 9 leikjum á tímabilinu. Hann hefur í heildina komið við sögu í 93 leikjum með Newcastle.
Krafth er 30 ára gamall og hefur tekið þátt í 9 leikjum á tímabilinu. Hann hefur í heildina komið við sögu í 93 leikjum með Newcastle.
Mynd: EPA
Slóvakíski markvörðurinn Martin Dúbravka er búinn að gera nýjan samning við Newcastle United, sem gildir út næstu leiktíð.

Dúbravka er 36 ára gamall og var sterklega orðaður við sádi-arabísku deildina í janúar þegar hann átti aðeins sex mánuði eftir af samningi. Dúbravka kaus þó að velja Newcastle, þar sem honum hefur tekist að endurheimta sæti sitt sem byrjunarliðsmarkvörður liðsins. Nick Pope er orðinn varamarkvörður.

Dúbravka er með 50 landsleiki að baki fyrir Slóvakíu og hefur verið hjá Newcastle síðustu sjö ár, að undanskildu einu tímabili þegar hann fór til Manchester United á lánssamningi.

Fyrir þann tíma varði hann mark Esbjerg í Danmörku og svo var hann aðalmarkvörður hjá Slovan Liberec og Sparta Prag í tékknesku deildinni, áður en hann var keyptur til Newcastle.

„Ég er verulega ánægður með að vera áfram hjá Newcastle. Ég átti mjög jákvætt spjall við stjórann og yfirmann fótboltamála og við komumst að þeirri niðurstöðu að það væri best fyrir mig að vera áfram hjá félaginu. Ég er himinlifandi," sagði Dúbravka eftir undirskriftina.

„Ég á mjög sérstaka tengingu við þetta félag, starfsmenn og stuðningsmenn. Börnin mín eru fædd hérna, þau eru 'Geordies' núna. Þetta félag mun alltaf eiga stað í mínu hjarta."

Þá hefur sænski varnarmaðurinn Emil Krafth einnig framlengt samning sinn við félagið. Hann hefur verið hjá Newcastle í tæplega sex ár og gerir eins árs samning við félagið, alveg eins og Dúbravka.


Athugasemdir
banner
banner
banner