Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
   fös 21. febrúar 2025 22:18
Brynjar Ingi Erluson
England: Auðvelt hjá Brentford gegn Leicester
Mbeumo lék á als oddi í kvöld
Mbeumo lék á als oddi í kvöld
Mynd: EPA
Leicester City 0 - 4 Brentford
0-1 Yoane Wissa ('17 )
0-2 Bryan Mbeumo ('27 )
0-3 Christian Norgaard ('32 )
0-4 Fabio Carvalho ('89 )

Brentford vann þægilega sigur tímabilsins er liðið heimsótti Leicester City í 26. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á King Power-leikvanginn í Leicester í kvöld, en leiknum lauk með 4-0 sigri gestanna.

Þó Brentford hafi borið höfuð og herðar yfir heimamenn í leiknum þá voru það samt þeir bláklæddu sem hófu leikinn betur en Mark Flekken þurfti að taka á stóra sínum frá Jamie Vardy sem var í leit að 200. marki sínu í öllum keppnum með Leicester.

Eftir það tók Brentford við stjórnartaumunum. Yoane Wissa skoraði á 17. mínútu eftir slakan varnarleik Leicester. Mikkel Damsgaard kom boltanum inn á Wissa sem skoraði og tíu mínútum síðar bætti kamerúnski framherjinn Bryan Mbeumo við öðru.

Gestirnir hömruðu járnið meðan það var heitt. Christian Norgaard var næstur í röðinni með skalla eftir aukaspyrnu Mbeumo. Brentford gat bætt við fleiri mörkum fyrir hálfleik en Kristoffer Ajer setti boltann í stöng og þá var mark dæmt af Keane Lewis-Potter í uppbótartíma.

Það var síðan undir lok leiks sem Fabio Carvalho rak smiðshöggið er hann hirti frákast eftir skot Mbeumo og stýrði boltanum af öryggi í netið.

Brentford er í 10. sæti með 37 stig en Leicester í næst neðsta sæti með aðeins 17 stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner