Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
   fös 21. febrúar 2025 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Ætla ekki að spila þennan leik við ykkur
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Mynd: EPA
Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og hefur spilað stórkostlega á yfirstandandi tímabili.

Arne Slot tók við liðinu í sumar af Jurgen Klopp sem hafði stýrt Liverpool í níu ár við frábæran orðstír.

Á sunnudag fer fram stórleikur Liverpool og Manchester City en Pep Guardiola, stjóri City, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag. Var hann þar spurður að því hvort Liverpool sé sterkara núna en það var hjá Klopp.

„Ég ætla ekki að svara þeirri spurningu," sagði Guardiola.

„Ég ber gríðarlega virðingu fyrir Jurgen og ég mun ekki spila þennan leik við ykkur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner