Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
   fös 21. febrúar 2025 23:32
Brynjar Ingi Erluson
Helgi Fróði í umspilsbaráttu - Lærisveinar Freysa höfðu betur gegn Loga
Helgi Fróði kom við sögu í 3-0 sigri
Helgi Fróði kom við sögu í 3-0 sigri
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Helgi Fróði Ingason og félagar hans í hollenska B-deildarliðinu Helmond Sport unnu 3-0 sigur á Vitesse í kvöld og eru áfram í harðri baráttu um umpilssæti.

Stjörnumaðurinn byrjaði á bekknum hjá Helmond en kom við sögu mínútu eftir þriðja markið.

Helmond, sem var lengi vel í toppbaráttu, er nú í 8. sæti með 39 stig og í síðasta lausa umspilssætinu.

Sævar Atli Magnússon lék allan leikinn er Lyngby gerði markalaust jafntefli við Randers í dönsku úrvalsdeildinni. Lyngby er í næst neðsta sæti með 11 stig.

Lærisveinar Freys Alexanderssonar í Brann unnu þá 2-1 sigur á Strömsgodset í æfingaleik á Marbella.

Eggert Aron Guðmundsson byrjaði hjá Brann og þá byrjaði Logi Tómasson á bekknum hjá Strömsgodset.
Athugasemdir
banner
banner