Það er einn leikur á dagskrá í ítalska boltanum í kvöld þegar Þórir Jóhann Helgason og félagar í Lecce taka á móti Udinese.
Þórir Jóhann hefur verið í byrjunarliði Lecce síðustu sex leiki í röð og staðið sig með prýði. Fallbaráttuliðið hefur krækt sér í átta stig í þessum leikjum og er að fjarlægjast fallsvæðið. Lecce er fimm stigum fyrir ofan fallsæti sem stendur, með 25 stig eftir 25 umferðir.
Á morgun, laugardag, mætir Venezia til leiks á heimavelli gegn Lazio. Mikael Egill Ellertsson hefur verið mikið í kringum byrjunarliðið þar og fær Bjarki Steinn Bjarkason stundum að spreyta sig af bekknum. Feneyingar eru í harðri fallbaráttu og þurfa sigur eftir herfilegt gengi að undanförnu.
Lazio gæti þó reynst einum of stór biti þar sem liðið er sem stendur í baráttu við Juventus um síðasta Meistaradeildarsætið í Serie A.
AC Milan heimsækir Torino og Ítalíumeistarar Inter taka á móti Genoa. Inter getur náð toppsæti deildarinnar með sigri, þó að það verði mögulega einungis tímabundið fram til sunnudags þegar topplið Napoli heimsækir Como.
Nýliðar Como hafa spilað góðan fótbolta að undanförnu og eru fimm stigum frá fallsæti sem stendur.
Albert Guðmundsson verður ekki vegna meiðsla með þegar Fiorentina heimsækir Verona og svo fær Atalanta tækifæri til að setja pressu á titilbaráttuliðin með sigri á útivelli gegn Empoli, sem er aðeins einu stigi frá fallsæti.
Juventus heimsækir Cagliari í lokaleik sunnudagsins. Roma spilar svo við botnlið Monza mánudagskvöldið. Rómverjar þurfa helst sigur til að halda í við Evrópubaráttuna.
Föstudagur
19:45 Lecce - Udinese
Laugardagur
14:00 Parma - Bologna
14:00 Venezia - Lazio
17:00 Torino - Milan
19:45 Inter - Genoa
Sunnudagur
11:30 Como - Napoli
14:00 Verona - Fiorentina
17:00 Empoli - Atalanta
19:45 Cagliari - Juventus
Mánudagur
19:45 Roma - Monza
Stöðutaflan
Ítalía
Serie A - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Napoli | 25 | 17 | 5 | 3 | 41 | 19 | +22 | 56 |
2 | Inter | 25 | 16 | 6 | 3 | 58 | 24 | +34 | 54 |
3 | Atalanta | 25 | 15 | 6 | 4 | 54 | 26 | +28 | 51 |
4 | Juventus | 25 | 11 | 13 | 1 | 42 | 21 | +21 | 46 |
5 | Lazio | 25 | 14 | 4 | 7 | 47 | 34 | +13 | 46 |
6 | Fiorentina | 25 | 12 | 6 | 7 | 41 | 27 | +14 | 42 |
7 | Milan | 24 | 11 | 8 | 5 | 36 | 24 | +12 | 41 |
8 | Bologna | 24 | 10 | 11 | 3 | 38 | 29 | +9 | 41 |
9 | Roma | 25 | 10 | 7 | 8 | 36 | 29 | +7 | 37 |
10 | Udinese | 26 | 10 | 6 | 10 | 33 | 37 | -4 | 36 |
11 | Genoa | 25 | 7 | 9 | 9 | 24 | 33 | -9 | 30 |
12 | Torino | 25 | 6 | 10 | 9 | 27 | 31 | -4 | 28 |
13 | Como | 25 | 6 | 7 | 12 | 30 | 40 | -10 | 25 |
14 | Cagliari | 25 | 6 | 7 | 12 | 26 | 39 | -13 | 25 |
15 | Lecce | 26 | 6 | 7 | 13 | 18 | 42 | -24 | 25 |
16 | Verona | 25 | 7 | 2 | 16 | 26 | 54 | -28 | 23 |
17 | Empoli | 25 | 4 | 9 | 12 | 22 | 38 | -16 | 21 |
18 | Parma | 25 | 4 | 8 | 13 | 30 | 45 | -15 | 20 |
19 | Venezia | 25 | 3 | 7 | 15 | 22 | 41 | -19 | 16 |
20 | Monza | 25 | 2 | 8 | 15 | 21 | 39 | -18 | 14 |
Athugasemdir