Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
   fös 21. febrúar 2025 21:55
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Var bæði hetjan og skúrkurinn er Udinese vann Lecce
Lorenzo Lucca skorar úr spyrnunni
Lorenzo Lucca skorar úr spyrnunni
Mynd: EPA
Lecce 0 - 1 Udinese
0-1 Lorenzo Lucca ('32, víti )

Udinese marði 1-0 sigur á Lecce í Seríu A á Ítalíu í kvöld en ekki er það oft sem það gerist að hetja leiksins bregði sér einnig í hlutverk skúrks. Það gerðist í kvöld og það án þess að rautt spjald hafi komið við sögu.

Þannig er mál með vexti að Udinese fékk vítaspyrnu þegar rúmur hálftími var búinn af leiknum. Florian Thauvin er vítaskytta Udinese og fékk skýr fyrirmæli um að taka spyrnuna.

Lorenzo Lucca, samherji Thauvin, hélt þó ekki og átt langar og dramatískar umræður við samherja sína um að hann ætti að fara á punktinn. Allir reyndu að telja hann af því að taka spyrnuna og leyfa Thauvin að sinna sínu hlutverki en ekkert hróflaði við Lucca.

Það gekk meira að segja það langt að leikmenn Lecce ætluðu sér að hrifsa boltann af Lucca en á endanum fékk dómarinn nóg og skipaði Ítalanum að taka spyrnuna.

Hann skoraði af miklu öryggi en enginn hafði áhuga á því að fagna með honum.

Stuttu síðar var hann tekinn af velli. Hetjan varð skúrkurinn en Udinese landaði 1-0 sigri og er áfram í 10. sæti með 36 stig en Lecce í 15. sæti með 25 stig.

Þórir Jóhann Helgason var ekki í leikmannahópi Lecce í kvöld, en hann hefur átt fast sæti í liðinu eftir áramót og verið með öflugustu mönnum liðsins síðan hann vann sig aftur inn í liðið.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 25 17 5 3 41 19 +22 56
2 Inter 25 16 6 3 58 24 +34 54
3 Atalanta 25 15 6 4 54 26 +28 51
4 Juventus 25 11 13 1 42 21 +21 46
5 Lazio 25 14 4 7 47 34 +13 46
6 Fiorentina 25 12 6 7 41 27 +14 42
7 Milan 24 11 8 5 36 24 +12 41
8 Bologna 24 10 11 3 38 29 +9 41
9 Roma 25 10 7 8 36 29 +7 37
10 Udinese 26 10 6 10 33 37 -4 36
11 Genoa 25 7 9 9 24 33 -9 30
12 Torino 25 6 10 9 27 31 -4 28
13 Como 25 6 7 12 30 40 -10 25
14 Cagliari 25 6 7 12 26 39 -13 25
15 Lecce 26 6 7 13 18 42 -24 25
16 Verona 25 7 2 16 26 54 -28 23
17 Empoli 25 4 9 12 22 38 -16 21
18 Parma 25 4 8 13 30 45 -15 20
19 Venezia 25 3 7 15 22 41 -19 16
20 Monza 25 2 8 15 21 39 -18 14
Athugasemdir
banner
banner