Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
   fös 21. febrúar 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klaassen fékk kostulega afmælisgjöf frá liðsfélögunum
Gengur af velli í gær.
Gengur af velli í gær.
Mynd: EPA
Davy Klaassen, miðjumaður Ajax, fékk kostulega afmælisgjöf frá liðsfélögum sínum í dag.

Þeir ákváðu nefnilega að gefa miðjumanninum markmannshanska.

Klaassen var rekinn af velli í gær þegar Ajax komst áfram í Evrópudeildinni gegn Union SG frá Belgíu. Hann varði með hendi á marklínu.

Ajax lenti í kröppum dansi en tókst samt sem áður að komast áfram í keppninni.

Þar sem Ajax komst áfram þá sáu liðsfélagarnir grínið og glensið í rauða spjaldinu en hér fyrir neðan má sjá mynd af afmælisgjöf Klaassen.


Athugasemdir
banner
banner