Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
   fös 21. febrúar 2025 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
KSÍ afhenti ýmsar viðurkenningar
Hjörvar Hafliðason fékk fjölmiðlaverðlaunin.
Hjörvar Hafliðason fékk fjölmiðlaverðlaunin.
Mynd: KSÍ
Breiðablik hlaut Drago styttuna í Bestu deild karla og kvenna. Hér er Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks, með Eysteini Pétri Lárussyni, framkvæmdastjóri KSÍ.
Breiðablik hlaut Drago styttuna í Bestu deild karla og kvenna. Hér er Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks, með Eysteini Pétri Lárussyni, framkvæmdastjóri KSÍ.
Mynd: KSÍ
KSÍ hefur nýverið afhent verðlaun fyrir starfsárið 2024. Ýmsar árlegar viðurkenningar eru jafnan afhentar í aðdraganda ársþings KSÍ og á ársþinginu sjálfu eftir atvikum.

Fótbolti.net hlaut jafnréttisviðurkenningu KSÍ fyrir umfjöllun um neðri deildir karla og kvenna.

Dómaraverðlaunum KSÍ er skipt upp í tvo flokka: Fyrirmyndarfélag í dómaramálum og Hvatningarverðlaun í dómaramálum. Fyrirmyndarfélag í dómaramálum árið 2024 er FH og hvatningarverðlaunin fékk Þróttur Reykjavík.

Grasrótarverðlaunum KSÍ er skipt upp í þrjá flokka: Grasrótarverkefni ársins, Grasrótarfélag ársins og Grasrótarpersóna ársins. Þetta er í þriðja sinn sem verðlaunum er þrískipt með þessum hætti.

Viðurkenningu fyrir Grasrótarverkefni ársins 2024 hljóta Stjarnan og Öspin fyrir fótboltaæfingar fyrir einstaklinga með fötlun. Grasrótarpersóna ársins 2024 er Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson og hlýtur hann nafnbótina fyrir íþróttastarf á Kirkjubæjarklaustri. Grasrótarfélag ársins 2024 er Stál-úlfur fyrir fjölþjóðlegt starf í eldri flokki karla. Þess má geta að Sigurður er fyrrum starfsmaður Fótbolta.net, skrifaði á árunum 2016-22 tæplega 2000 fréttir.

Fjölmiðlaviðurkenningu KSÍ fyrir árið 2024 hlýtur Hjörvar Hafliðason fyrir Dr. Football hlaðvarpið.

Og þá fékk Breiðablik sjálfa Drago-styttuna. Stytturnar eru veittar prúðustu liðunum í efstu deildum karla og kvenna (Bestu deildum) á grundvelli gulra og rauðra spjalda en Breiðablik hlaut styttuna í bæði Bestu deild karla og kvenna.

Hægt er að lesa nánar um öll verðlaunin á vefsíðu KSÍ með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner