Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
   fös 21. febrúar 2025 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Nistelrooy tók ekki eftir mótmælunum
Mynd: Leicester City
Ruud van Nistelrooy þjálfari Leicester segir að mótmæli stuðningsmanna félagsins hafi engin áhrif á sitt starf. Hann telur stuðningsmenn standa við bakið á liðinu og leikmönnum þó margir þeirra hafi snúist gegn stjórnendum.

Hluti stuðningsmanna hélt mótmælagöngu fyrir heimaleik liðsins gegn Arsenal um síðustu helgi og sagði Nistelrooy mótmælin ekki hafa truflað leikmenn sína.

„Þetta sem við sjáum í kringum okkur hérna er sönn ástríða. Fólk vill að félagið geri betur og það er frábært að vera hérna og taka þátt í þessu," sagði Nistelrooy á fréttamannafundi í dag. Leicester tekur á móti Brentford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

„Mér leið eins og stuðningsmennirnir hafi stutt okkur heilshugar gegn Arsenal, ég fann ekki fyrir neikvæðni. Áhorfendurnir stóðu sig vel. Það var slæmt að gefa þeim (Arsenal) tvö mörk svona seint í leiknum."

Stuðningsmenn Leicester munu mótmæla aftur fyrir leikinn í kvöld.

„Við höfum ekki tekið eftir mótmælunum og það er augljóst að stuðningsmenn eru ekki að blanda okkur í þau mál. Það er mikilvægt fyrir okkur að hafa svona öfluga stuðningsmenn."
Athugasemdir
banner
banner
banner